Húsið er eitt af þessum virðulegu gömlu húsum í Þingholtunum. Húsið var byggt 1907 af Sveini í Völundi og er arkitektúr hússins mjög sérstakur. Sameiginlegur inngangur. Stigagangur. Íbúðin er mestu á 3.hæð hússins en þó er risloft yfir hæðinni sem ekki er í fermetramáli. Skipulag: Neðri hæðin er hol, opið eldhús með fallegri eldri innréttingu, opið yfir í góða borðstofu þar sem útgengið er á vestursvalir með einstöku útsýni yfir bæinn og Tjörnina. Stofan er rúmgóð innaf borðstofu. Nýlega uppgert baðherbergi er á hæðinni, flísalagt með baðkari og hita í gólfi, auk aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara. Svefnherbergin eru þrjú, þar af stórt barnaherbergi og annað minna, rúmgott hjónaherbergi með fataherbergi innaf. Furugólfborð eru á flestum gólfum hæðarinnar. Brattur en góður stigi er upp í endurnýjað risloft sem er panelklætt og með ca. 2ja metra lofthæð í mæni og gaflgluggum á báðum göflum. Risloftið er eitt svefnherbergi og stór salur/leikherbergi. Rúmgóð sérgeymsla er í kjallara og fl. Einstakur staður í miðborginni