Tveir hinna slösuðu sem lentu í rútuslysinu á Þingvallavegi eru á gjörgæslu. Samtals voru 17 fluttir á bráðamóttöku Landspítalans eftir slysið. Upphaflega komu upplýsingar um að 5-7 væru alvarlega slasaðir, en Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans, staðfestir í samtali við mbl.is að aðeins tveir hafi verið fluttir á gjörgæslu.
Rútan fór á hliðina upp úr klukkan tíu í morgun vestan undir Litla-Sauðafelli, skammt frá Skálafellsafleggjaranum. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð fljótlega eftir að tilkynnt var Þeir ferðamenn sem fluttir voru á fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Mosfellsbæ eftir rútuslysið á Þingvallavegi voru margir hverjir í áfalli. Einhverjir þeirra fengu þar hlúð að minniháttar meiðslum sínum auk þess sem allir fengu áfallahjálp, eða svokallaðan samfélagslegan stuðning.
27 manns, að fararstjóranum meðtöldum, voru fluttir á fjöldahjálparstöðina sem opnuð var í Mosfellsbæ í kjölfar þess að rúta þeirra valt út af Þingvallavegi. Að minnsta kosti fjórtán sjálfboðaliðar Rauða krossins hafa komið að aðgerðum í dag.
„Þau hafa reynt að tjá sig eins og þau geta en þau eru mestmegnis aðeins mælandi á mandarín og það hafa verið einhverjir örðugleikar á samskiptum,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, í samtali við mbl.is.