Fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Mosfellsbæ var virkjuð. Aðgerðir á vettvangi standa enn yfir og Þingvallavegur er áfram lokaður.
Lögreglan vill biðja alla þá sem tóku farþega upp í bíla sína eða slasaða á slysavettvangi að láta strax vita svo að hægt sé að tryggja að allir farþegar í rútunni séu fundnir. Hægt er að láta vita gegnum símanúmerið 112 eða tilkynna það til björgunaraðila á vettvangi.