Blaðamaður mbl.is var kominn á staðinn fljótlega eftir að slysið varð. Um kl. 11.33 var búið að flytja einn slasaðan af vettvangi með sjúkrabíl til Reykjavíkur og var þá verið að undirbúa flutning á öðrum manni. Þá var mikill fjöldi sjúkrabíla á vettvangi og tveir slökkviliðsbílar. Þyrlan hafði verið kölluð út en var ekki kominn á staðinn Aðstæður á svæðinu voru erfiðar, það var snjór á veginum og enn snjóaði.
Rútan var á leið í átt að Þingvöllum er hún fór útaf veginum.