Tíu manns af þeim sautján sem fluttir voru á bráðamóttöku Landspítalans eftir að rúta valt á Þingvallavegi til móts við Skálafell fyrir hádegi í dag hafa verið útskrifaðir. Tveir eru á gjörgæslu og fimm hafa verið lagðir inn á almennar deildir samkvæmt Guðnýju Helgu Herbertsdóttur, upplýsingafulltrúi Landspítalans.