Svana Halldórsdóttir stjórnarmaður BÍ fjallaði um Evrópusambandsmál og íslenskan landbúnað á fjölmennum bændafundum á Norðurlandi. Hún sagði að laun finnskra bænda hefðu lækkað um 45% í kjölfar þess að Finnland gekk í Evrópusambandið árið 1995. Aðstæður í Finnlandi voru um margt áþekkar þeim sem Íslendingar nú búa við, það var djúp efnahagskreppa, atvinnuleysi var mikið og hávær gagnrýni var uppi í samfélaginu um hátt verð á matvælum. Inngangan í ESB segir Svana að hafi gert illt verra hvað bændur varðar og starfsumhverfi þeirra. „Og það er alveg skýr stefna hjá okkur að við erum alfarið á móti því að ganga í bandalagið,“ sagði Svana á fundi Bændasamtaka Íslands með eyfirskum bændum á Hótel KEA á Akureyri á þriðjudagskvöld. „Ég tel að það sé galin hugmyndin að ganga í Evrópubandalagið núna og muni ekki skila neina fyrir íslenska bændur öðru en enn verri stöðu en nú er.“ Svana sagði að framtíðin byggðist á aukinni matvælaframleiðslu, um milljarður jarðarbúa byggi við hungur nú um stundir og eins í orkuframleiðslu og tækifæri Íslands lægu á þessum sviðum.
Svana ræddi einnig um helstu rök Norðmanna fyrir því að ganga ekki í ESB og gerði samanburð á starfsvettvangi norskra bænda annars vegar og sænskra og finnskra og var niðurstaðan sú að umhverfið í Noregi er öllu hagstæðara en hjá nágrönnum þeirra. Laun þeirra eru hærri og kaupmáttur meiri, ríkisstuðningur er meiri en hjá nágrönnunum og markaðurinn stöðugri og öruggari.
Þá nefndi Svana að ástand mála hjá ESB-löndum væri ekki á öllum sviðum sem best væri kosið, hún nefndi að mjólkurskortur væri vaxandi og aðeins tvö lönd innan bandalagsins hefðu framleitt mjólk umfram kvóta á árunum 2006 til 2007. Heildarvöntun á mjólk innan bandalagslandanna næmi 1,4% og framleiðslan færi minnkandi. „Það er ekki allt sem sýnist,“ sagði Svana og benti fundarmönnum á að ekki væri allt fallegt og gott innan Evrópusambandsins líkt og margir vildu vera að láta hér á landi um þessar mundir.
Bændur sem til máls tóku á fundinum voru sammála Svönu og töldu hag sínum síst betur borgið innan Evrópusambandsins en utan þess, þó vissulega væru aðstæður á Íslandi erfiðar og þungur róður fram undan í rekstri búanna. „Ég held við komust ekki hjá því að undirbúa okkur undir þessa umræðu sem fara mun fram í samfélaginu í vetur, við verðum að geta rökrætt þetta við fólkið í landinu,“ sagði Stefán Magnússon bóndi í Fagraskógi og í sama streng tók sveitungi hans, Oddur Gunnarsson á Dagverðareyri sem hvatti Bændasamtökin til að safna upplýsingum um áhrif þess á íslenskan landbúnað ef gengið yrði í Evrópusambandið. „Því ef svo illa fer að við álpumst þarna inn verðum við að geta svarað fullum hálsi og með rökum.“
Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands sagði að vissulega kysu allir að búa við annað ástand en nú ríkir. Það væri engin lausn fólgin í því að stökkva inn í Evrópusambandið við þessar aðstæður, en því miður væri umræðan á þann veg; Hún væri lausnamiðuð, líkt og menn sæu ekkert annað út úr ógöngum sem þjóðin hefði ratað í en að hlaupa til og ganga í Evrópusambandi. Hann sagði samtökin hafi komið að ítarlegri úttekt á kostum og göllum þess fyrir íslenskan landbúnað að ganga í bandalagið árið 2003 og fátt hefði í raun breyst hvað grunninn varðar síðan þá.
Ítarlega verður fjallað um fundinn í Bændablaðinu sem kemur út 2. desember næstkomandi.
Svana Halldórsdóttir stjórnarmaður BÍ fjallaði um Evrópusambandsmál og íslenskan landbúnað á fjölmennum bændafundum á Norðurlandi. Hún sagði að laun finnskra bænda hefðu lækkað um 45% í kjölfar þess að Finnland gekk í Evrópusambandið árið 1995. Aðstæður í Finnlandi voru um margt áþekkar þeim sem Íslendingar nú búa við, það var djúp efnahagskreppa, atvinnuleysi var mikið og hávær gagnrýni var uppi í samfélaginu um hátt verð á matvælum. Inngangan í ESB segir Svana að hafi gert illt verra hvað bændur varðar og starfsumhverfi þeirra. „Og það er alveg skýr stefna hjá okkur að við erum alfarið á móti því að ganga í bandalagið,“ sagði Svana á fundi Bændasamtaka Íslands með eyfirskum bændum á Hótel KEA á Akureyri á þriðjudagskvöld. „Ég tel að það sé galin hugmyndin að ganga í Evrópubandalagið núna og muni ekki skila neina fyrir íslenska bændur öðru en enn verri stöðu en nú er.“ Svana sagði að framtíðin byggðist á aukinni matvælaframleiðslu, um milljarður jarðarbúa byggi við hungur nú um stundir og eins í orkuframleiðslu og tækifæri Íslands lægu á þessum sviðum.
Svana ræddi einnig um helstu rök Norðmanna fyrir því að ganga ekki í ESB og gerði samanburð á starfsvettvangi norskra bænda annars vegar og sænskra og finnskra og var niðurstaðan sú að umhverfið í Noregi er öllu hagstæðara en hjá nágrönnum þeirra. Laun þeirra eru hærri og kaupmáttur meiri, ríkisstuðningur er meiri en hjá nágrönnunum og markaðurinn stöðugri og öruggari.
Þá nefndi Svana að ástand mála hjá ESB-löndum væri ekki á öllum sviðum sem best væri kosið, hún nefndi að mjólkurskortur væri vaxandi og aðeins tvö lönd innan bandalagsins hefðu framleitt mjólk umfram kvóta á árunum 2006 til 2007. Heildarvöntun á mjólk innan bandalagslandanna næmi 1,4% og framleiðslan færi minnkandi. „Það er ekki allt sem sýnist,“ sagði Svana og benti fundarmönnum á að ekki væri allt fallegt og gott innan Evrópusambandsins líkt og margir vildu vera að láta hér á landi um þessar mundir.
Bændur sem til máls tóku á fundinum voru sammála Svönu og töldu hag sínum síst betur borgið innan Evrópusambandsins en utan þess, þó vissulega væru aðstæður á Íslandi erfiðar og þungur róður fram undan í rekstri búanna. „Ég held við komust ekki hjá því að undirbúa okkur undir þessa umræðu sem fara mun fram í samfélaginu í vetur, við verðum að geta rökrætt þetta við fólkið í landinu,“ sagði Stefán Magnússon bóndi í Fagraskógi og í sama streng tók sveitungi hans, Oddur Gunnarsson á Dagverðareyri sem hvatti Bændasamtökin til að safna upplýsingum um áhrif þess á íslenskan landbúnað ef gengið yrði í Evrópusambandið. „Því ef svo illa fer að við álpumst þarna inn verðum við að geta svarað fullum hálsi og með rökum.“
Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands sagði að vissulega kysu allir að búa við annað ástand en nú ríkir. Það væri engin lausn fólgin í því að stökkva inn í Evrópusambandið við þessar aðstæður, en því miður væri umræðan á þann veg; Hún væri lausnamiðuð, líkt og menn sæu ekkert annað út úr ógöngum sem þjóðin hefði ratað í en að hlaupa til og ganga í Evrópusambandi. Hann sagði samtökin hafi komið að ítarlegri úttekt á kostum og göllum þess fyrir íslenskan landbúnað að ganga í bandalagið árið 2003 og fátt hefði í raun breyst hvað grunninn varðar síðan þá.
Ítarlega verður fjallað um fundinn í Bændablaðinu sem kemur út 2. desember næstkomandi.
正在翻譯中..
