Segir hún marga blóðgjafa hafa brugðist fljótt við símtali til sín, og einhverjir hafi jafnvel komið áður en hringt hafi verið í þá, en eftir að þeir fréttu af slysinu.
„Það reynist okkur best í þessum aðstæðum að hringja í þá sem eru vanir, þá vitum við að þeir eru nógu hraustir til að geta gefið,“ segir Vigdís. „Sem betur fer er staðan þannig að við önnum þessu vel.“