„Hérna fengu þau húsaskjól og heitan mat, en einnig aðstoð þriggja lækna sem fóru yfir ástand þeirra, auk tveggja sálfræðinga,“ segir Björn. „Maður hefur fundið fyrir miklu þakklæti.“
Hópurinn verður nú fluttur á hótelið sitt í Reykjavík, að sögn Björns.
„Tveir sjálfboðaliðar Rauða krossins fylgja þeim, þurfi þau á frekari aðstoð að halda.“