Miklatún er einn af fáum almenningsgörðum Reykvíkinga frá fyrri tíð.
Ólíkt því sem tíðkast í dag er Miklatún teiknað sem almenningsgarður í
þéttri byggð en í dag tíðkast fremur að skipuleggja útivistarsvæði sem
krefjast minna viðhalds á jaðri byggðar fyrir almenning og þá gjarna í
úthverfum eða við strönd. Svæðið hefur því þónokkra sérstöðu í borginni
sem blanda af borgargarði og útivistarsvæði í þéttri byggð og ætti
að styrkja sem slíkt.
Umferðargötur afmarka garðinn á allar hliðar: Miklubraut til suðurs,
Langahlíð
til austurs, Flókagata til norðurs og Rauðarárstígur til vesturs.
Heildarflatarmál svæðisins er um 11,6 ha. Mesti hæðarmunur um 15
metrar og er garðurinn hæstur til norð-austurs við Háteigskirkju en
lægstur til vesturs við Rauðarárstíg eða Norðurmýri.
Hár gróður umlykur stór og opin tún sem setja svip sinn á garðinn
ásamt stórri skál í norð-austur horni garðsins. Kjarvalsstaðir standa á
stalli við Flókagötu og halda ákveðinni fjarlægð við garðinn með ógrónu
svæði umhverfis bygginguna. Sparkvelli og leiksvæðum hefur verið
komið
fyrir í vel grónum rjóðrum á jöðrum garðsins og opin tún fyrir
miðju garðsins eru í dag einkenni hans.