Nýja 4ra herbergja íbúð á 4. hæð (efstu) í nýbyggingu við Skógarveg 14 í Reykjavík. Íbúðin er 160,0 fermetrar (þar af 7,1 fermetra sérgeymsla í kjallara, merkt 0011) með suðursvölum (13,2 fermetrar). Íbúðin er í vestasta hluta hússins með óhindruðu og afar fallegu útsýni yfir Fossvoginn. Bílastæði merkt B26 í bílageymslu fylgir íbúðinni og lyfta er í húsinu. Gólfhiti í allri íbúðinni.
Eignin skiptist í forstofu, 3 svefnherbergi (þar af hjónasvítu með fataherbergi og baðherbergi), 2 baðherbergi, þvottahús, eldhús með stórri eyju, stofu, borðstofu og rúmgóðum suðursvölum.