Hjartarsalt eða Ammóníumkarbónat ((NH4)2CO3) er hvítt duft, það er blanda af ammóníumbíkarbónati NH4HCO3 og ammóníumkarbamínati NH2COONH4. Bræðslumark þess er 58 °C.
Hjartarsalt er notað sem lyftiefni í bakstur, aðallega smákökubakstur til að fá sléttar og stökkar kökur. Ammoníaksgufurnar sem myndast þegar deigið hitnar - en þær gefa lyftingu - þurfa að gufa alveg upp en það næst ekki í stærri og blautari kökum. [1]