Enn og aftur er blessaður drengurinn floginn á vit ævintýranna í austrinu. Síðastliðinn mánuður leið eins og örskot og þó að Bragi sé enginn hávaðaseggur er húsið tómlegt og hljótt nú þegar hann er farinn og við erum strax farin að ráðgera endurfundi á næsta ári. Eftir kveðjukvöldverðinn í gær þótti ungunum tilvalið að skella í myndatöku og stilltu sér upp á nákvæmlega sama stað og fyrir einu og hálfu ári síðan