Deildarstjóri Farþega og farangursþjónustu
Airport Associates óskar eftir drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á mannlegum samskiptum í starf deildarstjóra farþega og farangursþjónustu.
Hlutverk deildarstjóra er að stýra daglegum rekstri einingarinnar ásamt almennum starfsmannamálum en deildin er fjölmenn og fer ört stækkandi.
Helstu verkefni:
• Samskipti við flugfélög
• Innleiðing og eftirfylgni á verkferlum deildarinnar
• Tímaskráningar og skýrslugerð
• Stuðningur við vaktstjóra og skipulagning vakta
• Móttaka og þjálfun starfsmanna
Hæfniskröfur:
• Háskólapróf sem nýtist í starfi skylirði
• Reynsla á sviði stjórnunnar æskilegt
• Mjög góð íslensku – og enskukunnátta skilyrði
• Góð almenn tölvukunnátta
• Frumkvæði, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
• Jákvætt viðhorf, þjónustulipurð og mikil samvinnuhæfni
Umsóknafrestur er til og með 27. nóvember nk.