Ferðamenn sem ekki slösuðust fengu skjól í rútum sem voru á sömu leið fljótlega eftir að slysið varð. Nokkru síðar kom stærri rúta á vettvang þangað sem ferðamennirnir voru fluttir. Enn var unnið að því að losa fólk úr rútunni.
Um fimmtán mínútum seinna eða kl. 11.44 hafði tekist að ná báðum þeim sem voru fastir inni í rútunni út. Þeir voru báðir aftast í rútunni er slysið varð. Þá var búið að flytja að minnsta kosti þrjá á Landspítalann með sjúkrabílum.
Uppúr klukkan tólf var búið að flytja að minnsta kosti fjóra á sjúkrahús og var þá ekki vitað um alvarleika meiðslanna.